Jarðarberjasalat með kandíseruðum pecanhnetum

Á sumardegi er alltaf gaman að borða eitthvað í léttari kantinum, ekki verra ef það eru "seasonal" hráefni með í máltíðinni. Þetta salat er frábært sem léttur forréttur eða hádegismatur, þá f. 2.

Það sem til þarf f. 4 er:

1 eggjahvíta

1/4 bolli púðursykur + aðeins meira í dressinguna

1 bolli ferskar pecanhnetur

4 msk. extra virgin ólífu olía

4 msk. balsamik edik

Salt og pipar

1-2 öskjur fersk, blönduð salatlauf (fer eftir stærð umbúðanna)

2 bollar ný jarðarber skorin í fjóra hluta hvert

Svona er farið að:

Ofninn er hitaður í 150°C, og bökunarpappír er settur á ofnplötu. Í stórri skál er eggjahvítan og 1/4 bolli af púðursykrinum þeytt saman, hnetunum er svo velt uppúr leginum svo að allar hneturnar húðist vel. Hellt á bökunarplötuna, dreyft úr, og bakað í 30 mín., kælt. Balsamikedikið, olían, salt, pipar og klípa af púðursykri er sett í krukku með loki og hrist i 1/2 mín., þar til allt er blandað vel saman, smakkað til. Jarðarberin eru skoluð og skorin í 4 hluta hvert. Salatlaufunum er skipt á milli diska ásamt jarðarberjum og hnetum, dressingunni er drussað yfir og síðan borið á borð. Það er svo þitt val hvort þú hefur með brauð og smjör eða olíu til að dýfa brauðinu í.

Verði þér að góðu :-)