Spagetti alla carbonara

Ótrúlega góður spagetti réttur, en er ekki allat gott með osti, eggjum og beikoni? Það finnst okkur á mínum bæ allavega :-)

Það sem til þarf f. 3-4 er:

400 gr. spagetti, soðið skv. leiðb. á pakka

Salt

6 desertskeiðar af extra virgin ólífu olíu

200 gr. gott beikon

2 hvítlauksrif, heil

2 egg

2 rauður

3 desertskeiðar rifinn parmesan ostur

3 desertskeiðar rifinn ostur

Nýmalaður svartur pipar og salt

Svona er farið að:

Beikonið er skorið í bita og mallað rólega í olíunni ásamt hvítlauknum, þar til það er brúnað, þá er hvítlaukurinn tekinn uppúr og hent. Egg, eggjarauður og krydd er þeytt saman. Þegar spagettíið er soðið er vatninu hellt af og bætt útí beikonið og blandað vel saman við. SLÖKKT Á HITANUM annars verður þú með eggjaköku á pönnunni :-/ Ostinum er bæt á pönnuna og hann látinn bráðna aðeins áður en eggja- og osta-blöndunni er hellt á pönnuna og öllu blandað nokkuð hratt saman við pastað þangað til það er runnið vel saman og kremað. Smakkað til með pipar og salti.

Verði þér að góðu :-)