Fettuchine Alfredo

Hvað er hægt að segja um Alfredo??? Æði, æði.....! Kremað og svo dásamlegt. Það er frábært eitt og sér, líka gott með kjöti eða grilluðu grænmeti :-)

Það sem til þarf f. 2-3 er:

2 bollar Fettuchine pasta (soðnar skv. leiðb. á pakka)

4 mks. mjúkt smjör

1/2 tsk. salt

1/2 boklli rjómi

1 egg, léttþeytt með gaffli

1/2 bolli ferskur nýrifinn Parmesan

Nýmalaður svartur pipar

Svona geri ég:

Núðlurnar eru soðnar skv. leiðb. á pakka. Smjörið er brætt, núðlum bætt útí, síðan rjóma, eggi, osti. Öllu rennt vel í gegnum pastað með göflum eða töngum. Hitað mjög varlega ef þarf. Að lokum kryddað með svörtum nýmöluðum pipar og salti ef þarf.

Verði þér að góðu :-)