Snicker pæ

Frábært pæ. Það er svo einfalt að nota tilbúnar pæskeljar sem fást oftast í stórmörkuðum í dag. Besti vinur lötu Önnu B. ;-)

Það sem til þarf f. 8 er:

1 óbökuð pæ skel (fæst í Kosti) bökuð skv. leib., og kæld

1 1/3 bolli creamy hnetusmjör (ég nota Skippý, fæst í Krónunni ótrúlega gott)

2/3 bolli + 2 msk. flórsykur

1/3 bolli matreiðslurjómi

1/4 bolli smjör, við stofuhita

1/3 bolli sykur

1/2 tsk. vanilludropar

1 stórt egg, stofuheitt

100 gr. suðuskúkkulaði (má vera til helminga 70%) brætt og kælt

1 bolli rjómi, þeyttur

Hnetur og saxað súkkulaði til að skreyta með

En svona er fyllingin gerð:

Pæ skelin er bökuð skv. leiðbeiningum á pakka.

Hnetusmjöri, 2/3 bolli af flórsykrinum og matreiðslurjómanum er hrært vel saman með þeytara, smurt í botninn á pæskelinni (varlega). Súkkulaðið er brætt í vatnsbað og kælt. Smjör, vanilla og sykur þeytt létt og ljóst, síðan er eggi bætt útí og þeytt þar til þetta er mjög létt og flöffý ca. 5 mín. Þá er kældu súkkulaðinu hrært samanvið. Þessu er svo smurt ofaná hnetusmjörslagið í pæskelinni. Rjóminn er þeyttur með 2. msk. af flórsykri, og svo er rjómanum smurt á pæið og skreytt með hnetum og súkkulaði. Það er gott að taka pæið úr ísskápnum 1 klst. áður en þú æltað að bera það á borð svo það sé ekki alltof kalt, þá nýtur bragðið sín betur.

Verði þér að góðu :-)