Quiche Lorraine

Nú erum við að tala um alvöru góðgæti. Quiche Lorraine, með stökku grænu salati og glasi af góðu rauðvíni er frábær réttur til að gæða sér á þegar komið er heim í kvöld og helgarfríið framundan...... ó mæ :-)

Það sem til þarf f. 4 er:

1 pakki tilbúið bökudeig (rúlla eða pakki sem þarf að hræra út skv. leiðb. á pakka)

2 msk. Dijon sinnep

250 gr. bacon

175. gr. Óðalsostur

3 dl. rjómi

4 eggjarauður

Salt, pipar og rifin múskathneta

Meðlæti:

Stökkt blandað grænt salat

En svona gerum við:

Ofninn er hitaður í 190°C. Bacon er sett á bökunarplötu með pappír á og það steikt í ofninum í ca. 15-20 mín., eða þar til það er vel brúnað. Það er gott að setja það á eldhúsblað í smá stund, svo fitan þerrist af backoninu. Bökudeiginu er rúllað út og því komið fyrir í smurðu bökuformi eða í lausbotna bökuformi, ef þú ætlar að bera það fram á kökudisk. Sinnepinu er smurt á botninn á deiginu og baconinu raðað ofaná. Óðalsosturinn er skorinn í sneiðar og raðað ofaná baconið. Eggjarauðum og rjóma er þeytt saman í, og smakkað til með nýmöluðum svörtum pipar , nýrifinni múskathnetu og salti. Passaðu þig á saltinu, af því að baconið og osturinn er salt. Blöndunni er hellt yfir allt saman og bakan bökuð í 40 mín. Mér finnst best að hafa stökkt grænt salat með. Bakan er góð hvort sem hún er heit eða köld, og frystist vel, bökuð.

Verði þér að góðu :-)