Pumpkin pæ með marens

Það sem til þarf er:

f. 8

1 pakkning tilbúið tartdeig

2 egg

3 1/2 dl maukað butternut grasker

1,2 dl púðursykur, þétt pakkað

1 msk. pumkin kryddblanda

1 1/2 tsk. creame of Tartar

1/2 tsk. salt

3 1/2 dl matreiðslurjómi

Pumkin pæ kryddblanda:

1 1/2 tsk. kanell

1/2 tsk. engifer

1/2 tsk. múskat

1/4 tsk. negull

1/4 tsk. Allspice (Allrahanda)

Þessi blanda er 1 msk.

Marens:

4 eggjahvítur

175 gr. sykur

1/2 dl vatn

Pumpkin pæ, er eitthvað sem maður setur í samband við þakkargjörðarhátíðina í Ameríku, sem er einmitt í dag. En það er ekkert sem segir að við getum ekki notið bökunnar í kringum jólahátíðina okkar eða á haustmánuðum þegar við erum að borða villibráð og hægeldaðan haustmat. Kryddblandan í bökunni mynnir óneitanlega á jólin :-)

Svona bökum við pæið:

Graskerið er skorið í tvennt og fræin eru hreinsuð úr því. Það er bakað í ofni í 45 mín. á 180°C, kælt. Svo skefur þú allt kjötið innan úr því og maukar það með gaffli. Ofnhitinn er hækkaður í 220°C. Deiginu er rúllað út og því komið fyrir í smurðu pæformi. Ef þú átt lausbotna form er upplagt að nota það. Eggin eru þeytt þar til þau er létt og ljós, þá er graskerinu hrært sama við. Sykrinum, salti, cream of tartare og pumkin kryddinu blandað saman við og því hrært vel saman við egg og grasker. Matreiðslurjómanum er síðan hrært varalega útí. Þessu er svo hellt í deig skelina og bakað í 15 mín. á 220°C, svo er hitinn lækkaður í 180°C og bakað áfram í 35-40 mín. Þá er bakan er tekin út og kæld.

Marens:

Eggjahvíturnar eru þeyttar á miðlungshraða. Sykur og vatn er soðið í nokkrar mín., þar til það þykknar og er sýrópskennt. Hraðinn er aukinn á hvítunum og sýrópinu er hellt í hvíturnar og þeytt áfram í smá stund. Hvítunum er svo smurt yfir bökuna með spaða og toppar látnir myndast eða sprautað í toppum ofaná. Marensinn er svo brúnaður með logsuðutæki, eða stungið undir mjög heitt grill í augnablik. Borið fram með þeyttum rjóma.

Verði þér að góðu :-)

Holiday fun!