Plómu pæ

Rustic og falleg ávaxtabaka. Verulega góð volg með þeyttum rjóma eða ís :-)

Það sem til þarf f. 5-6 er:

1 pakki tilbúið tartdeig eða pædeig

80 gr. Gráfíkjufreisting ( sulta)

500 gr. dökkar plómur

1 egg + 1 msk. vatn

75 gr. hrásykur

Borið fram með:

Ís eða þeyttur rjómi

Svona er aðferðin:

Ofninn er hitaður í 210°C. Bökunarplata með smurðum bökunarpappír á, er gerð klár. Ef þú notar tilbúið útflatt deig, rúllarðu því út á plötuna, eða ef þú kaupir pakka með þurrefnunum, lagar þú deigið skv. leiðb. á pakka og fletur það svo út á bökunarplötunni í hring sem er 26 cm í þvermál, frjálslegur hringur, það á að vera svona „rustic“ stemming. Þú smyrð svo sultunni á botninn en skildu um 5 cm kant eftir. Plómurnar eru þvegnar, stein-hreinsaðar og skornar í báta. Þeim er svo hrúgað upp í miðjunni á deiginu og jöðrunum er svo lyft upp á plómurnar og endarnir klipnir saman á nokkrum stöðum svo formið haldi sér. Egg og vatn er þeytt saman og penslað á deigið, syrkinum er svo dreyft yfir plómur og deig. Bakað í 45 mín., borðað volgt með ís eða rjóma, svoooo gott.

Verði þér að góðu :-)