Lemon tart

Hún er sólgul og fögur. Skelin er með mildu möndlu/smjör bragði sem molnar fínlega í munninum of fyllingin er mátulega súrsæt, allt í jafnvægi. Ég elska allar kökur og bökur þar sem sítrónur eru í lykilhlutverki. Þú verður ekki vonsvikin með þessa.

Það sem til þarf f. 8 er:

Í botninn:

185 gr. hveiti

55 gr. flórsykur

30 gr. möndlumjöl

125 gr. kalt smjör í bitum

1 eggjarauða

Í fyllinguna:

1 msk. fínrifinnn sítrónubörkur

1.2 dl nýkreistur sítrónusafi

5 egg

165 gr. sykur

3 dl rjómi

Svona geri ég:

Allt hráefni í botninnn er sett í matvinnsluvél og þeytt þar til allt er samlagað. Þá er deigið sett á hveitistráð borð og hnoðað þar til það er slétt og fellt. Sett í plast og kælt í 30 mín. Ofninn er hitaður í 200°C. 24 cm lausbotna bökuform er smurt að innan. Deiginu er rúllað út á milli 2ja laga af smjörpappír, þar til það er nógu stórt til að klæða formið að innan. Deigið er sett varlega í formið og brúnirnar smyrtar til, kælt í 30 mín. Bökunarpappír er settur inní formið og ósoðin hrísgrjón eða keramik bökunarbaunir settar ofaná pappírinn (sem farg, svo komi ekki loftbólur í botninn) og bakað í 10 mín., þá er fargið tekið af og pappírinn líka og bakað áfram í ca. 10 mín., þar til skelin er gyllt. Hitinn á ofninum er lækkaður í 160°C og skelin er kæld þar til hún er alveg köld.Öllu hráefni í fyllinguna er hrært saman í skál og látið standa í 5 mín., þá er það síað. Fyllingunni er hellt í skelina og hún bökuð í ca. 40 mín., þar til hún er rétt sest til í miðjunni. Látin standa í forminu í 10 mín. Svo er hún losuð varlega úr forminu á kökudisk og kæld í ísskáp þar til hun er alveg köld. Það er smekksatriðið hvort þú berð tartið á boðr með þeyttum rjóma eða ekki. Ég sleppi rjómanum á minn disk, finnst best að njóta hennar eins og hún er, fersk.

Verði þér að góðu :-)