Grasshopper pæ

Þessi baka er úr smiðju Nigellu Lawson. Ég hafði hana m.a. í eftirrétt á Garmlárskvöld og skreytti hana eftir því algjör "Glimmerbomba" :-D

Það sem til þarf f. 6-8 er:

Í botninn:

300gr. Bourbon kex

50 gr. suðusúkkulaði

20 gr. smjör

Í fyllinguna:

150 gr. Marsmellows

125 ml. mjólk

Nokkrir dropar grænn matarlitur (má sleppa)

60 ml. Creme de Menthe líkjör

60 ml. Cerme de Cacao blanc

375 ml rjómi, þeyttur

Svona ferðu að:

Kexið er malað í matvinnsluvél með súkkulaði og smjöri. Þrýst út í lausbotna bökuform og kælt í a.m.k. 1 klst.Marshmellowin eru brædd í mjólkinni og hitað að suðu. Þá er líkjör hrært utí og síðan kælt. Rjóminn er þeyttur og honum blandað saman við. Blöndunni er smurt í botninn á forminu og kælt í minnst 3 klst. Skreytt með muldu kexi og glimmeri ef þú ert í stuði. Borið fram með þeyttum rjóma.

Verði þér að góðu :-)