Epalabakan hennar Pippu

Ég var að leita að góðri uppskrift af eplaböku og spurði mömmu hvort hún vissi ekki um einhverja góða. Hún sagði "..... eplabakan hennar Pippu er svo góð, hvað með hana? Pippa er dóttir yndislegrar vinkonu mömmu, og nei, ég hafði ekki smakkað bökuna hennar. Ég er búin að baka hana nokkrum sinnum núna og á efitr að halda því áfram, hún er æði :-)

Það sem til þarf f. 8 er:

Púðursykur, til að strá í botninn á eldföstu bökuformi (3-4 msk.)

3 græn epli, skræld og skorin í báta

Kanelsykur = blanda saman hrásykur + kanell

Rúsínur

Salthnetur, gróft saxaðar

Marsipan, rifið á rifjárni (Ren rå frá Odense)

Karamellukurl frá Nóa

Mulninur ofaná:

100 gr. kalt smjör í bitum

100 gr. rúgur

50-75 gr. hafrar (tröllahafrar eru góðir)

4-5 msk. púðursykur

Meðlæti:

Þeyttur rjómi eða vanillu ís

Svona gerði ég:

Onfninn er hitaður á 170°C á blæstri. Púðursykri er stráð yfir botninn á eldföstu bökufomi. Eplin eru skræld og skorin i báta, og jafnað yfir púðursykurinn. Kanelsykrinum er stráð yfir þau, það er ágætt að velta þeim aðeins um svo kanelsykurinn sáldrist á milli eplabátanna. Síðan er rúsínum, salhnetum, karamellukruli og marsipani dreift yfir, magn eftir smekk. Smjöri, rúg, höfrum og púðursykri er nuddað milli fingra þar til það er eins og musli, og síðan er því dreift yfir allt saman. Bakað í 30 mín. Borið fram volgt með ís eða þeyttum rjóma.

Verði þér að góðu :-)