Dulce de Leche Pumpkin pæ

Það sem til þarf er:

f. 10

Í botninn:

1 bolli hveiti

1/4 bolli fínmalaðar heslihnetur

1/4 tsk. salt

1/3 bolli Ljóma smjörlíki (ekki smör)

4-5 msk. ísvatn

Í Dulce de Leche fyllinguna:

250 gr. rjómaostur, við stofuhita (í bláu boxunum)

2 msk. Dulce de Leche

1 egg

Í graskers fyllingun:

1 1/4 bolli af maukuðu graskeri í dós (Libby's fæst í Hagkaupum)

1/2 bollli niðursoðin mjólk (frá Evaporated milk frá Carnation fæst í Hagkaupum)

1/3 bolli ljós púðursykur

2 msk. Amaretto líkjör

1 1/2 tsk. pumpkin pæ kryddblanda

Í Dulce de Leche rjómann:

1 msk. Dulce de Leche

2 tsk. Amaretto líkjör

1 bolli rjómi

Pumpkin pæ krydd blanda:

1 1/2 tsk. kanell

1/2 tsk. engifer

1/2 tsk. múskat

1/4 tsk. negull

1/4 tsk. Allspice (Allrahanda)

Þessi blanda er 1 msk.

Flest okkar halda ekki uppá Thanksgiving hátíðina, eins og vinir okkar í Ameríku. Sumir vinir sem hafa verið samtímis í námi þar, hittast oft í kringum hátíðina og borða saman hefðbundinn Thanksgiving hátðiarmat, Pumkin pæ er einn af þeim réttum. Þó við höldum ekki uppá þessa hátði er ekkret sem stoppar okkur í að borða góða köku :-)

Svona gerum við pæið:

Þetta deig er mjög meðfærilegt. Ofninn er hitaður i 180°C. Við byrjum á að gera botninn. Hveiti, heslihnetur, og salt er hrært saman í meðalstóra skál, smjör-líkinu er nuddað samanvið með fingrunum, þar til það verður eins og fínn salli. Mjölinu er ýtt út í aðra hliðina á skálinni og 1 msk. af ísvatni er dreyft yfir fremsta hluta mjölsins og hrært saman með gaffli. Þetta er endurtekið þar til allt mjölið er bleytt, það þarf 4-5 msk. af vatni, þá er það hnoðaða létt saman í kúlu. Deigið er flatt ú í 30 cm. hring, og sett í 23 cm. pæform eða disk, umframdeigið er brett undir brúnina og hún klipin saman í fallegt mynstur eða ýtt niður í zikk zakk mynstur með gaffli.

Dulce de Leche fyllingin:

Rjómaosturinn og og 2 msk. af Dulce de Leche er hræt saman í hræivél á miklum hraða í 30 sec., þá er 1 eggi og hrært í, á meðal hraða þar til blandan er slétt og felld. Þá er henni smurt yfir botninn á pæinu og það kælt í ísskáp í 30 mín

Pumpkin fyllingin:

Graskersmauki, niðursoðninni mjólk, 2 egg, sykur og 2 síðustu skeiðarnar af Dulce de Leche, kryddi og líkjörnum í meðalstórri skál. þessu er hellt MJÖG varlega ofaná hina fyllinguna. Ég setti hana ofaná rólega á, með stórri skeið svo þær blandist ekki saman. Álþak er sett yfir formið, passa samt að það liggi ekki á fyllingunni, bakað í 25 mín., þá er álið tekið af og bakað áfram í 25 mín., eða þar til fyllingin er bökuð í miðjunni. Kælt á grind í 1 klst.

Dulce de Leche rjóminn:

Dulce de Leche og líkjörinn er hrært saman, síðan er rjómanum blandað við og hann þeyttur í mjúka toppa.

Til að bera fram:

Rjóminn er settur í fallega toppa á pæið og svolitið af kryddblöndunni er mulið á milli fingra yfir ásamt ristuðum muldum heslihletum.

Verði þér að góðu :-)

HAPPY HOLLIDAYS!