Liége vöfflurnar hans Biju

Það sem til þarf er:

12 stk.

3/4 bollar léttmjólk

2 1/4 tsk. þurrger

1 msk. hrásykur3 bollar hveiti

3 stór egg

1 msk. hunang eða hlynsýróp

1/4 bolli ósalt smjör

1/4 bolli grísk jógúrt

2 tsk. vanilludropar

1/2 tsk. salt

1 banani, stappaður

1/2 bolli valhnetur, saxaðar

Hrásykur

Þú þarft ekki að vera að þjálfa fyrir Tour de France eða stóra hjóðreiðakeppni, til að notfæra þér það sem matreiðslumenn stórliðanna eru að gefa þeim í morgunmat, fyrir keppnir. Guðjón tók upp á því að fara að hjóla til að halda sér fit. Hann rakst á þessa uppskrift af í tímaritinu Bicycling, og spurði hvort ég væri til í að búa þær til. Auðvitað studdi ég minn mann og bjó til vöfflurnar og blálerjamaukið fyrir hann. Minn var mjög glaður með árangurinn :-) Biju segir að ger og þolinmæði gefi vöfflunum léttleika og að láta deigið hvílast í ísská yfir nótt geri bara gott betra :-)

Svona gerði ég:

Mjólkin er hituð í potti þar til hún er vel volg (líkamsheit). Ger og 1 bolli hveiti, hrásykur og mjók er blandað saman í skál og látið standa á volgum stað í 15 mín. t.d. inní bakarofninnum bara með ljósið kveikt. Í annarri skál er eggjum, hunangi (eða sýrópi) smjöri, jógúrt, vanillu, hnetum og banana þeytt saman og blöndunni hrært útí hveitið í fyrri skálinni, ásamt salti og restinni af hveitinu. Blandað saman í mjúkt klístrað deig. Breitt yfir skálina og deigið látið hefast í 1 klst. á volgum stað. Deigið er svo slegið niður og skafið ínnan af skálinni að miðjunni. Plastfilma sett yfir skálina og henni stungið í ísskáp yfir nótt. Deiginu er skipt í 12 hluta og þeir hnoðaðir í kúlur og hverri kúlu síðan velt uppúr hrásykri. Þær eru flattar svolítið út með kökukefli. Ef þú átt vöfflujárn fyrir begískar vöfflur, steikir þú þær skv. leiðb. framleiðanda. Ég á ekki svoleiðis, svo ég hitaði mitt venjulega og spreyjað þunnu lagi af olíu á báðar plöturnar á járninu og steikti svo vöfflurnar. Þær eru svo bornar fram með heimagerðu bláberjamauki (ef þú ert að dekra við þig smá sýrópsdropa eða smjörklípu, ekki mikið). Ef vöfflurnar eru ekki allar borðaðar strax er upplagt að lausfrysta þær og hita þær svo upp í samlokupoka í brauðristinni smá stund þegar þig langar næst í fix.

Verði þér að góðu :-)

Tour de France fit :-)