Flöffy pönnsur

Það sem til þarf:

ca. 16 pönnsur

1 bolli hveiti

1 tsk. lyftiduft

1 tsk. sykur

1/2 tsk. salt

1/2 tsk. matarsódi

2 msk. olía

1 egg

1 bolli AB mjólk

Olía til að steikja uppúr

Er nokkuð betra þegar þú vaknar á laugardags eða sunnudagsmorgni en að vakna upp við ilminn af nýbkuðum flöffý pðnnukökum og kannski einni baconsneið :-)

Svona geri ég:

Öllum þurrefnum er blandað saman, síðan er eggi, olíu og AB mjólk hrært saman í skál og blandað við þurrefnin þar til deigið er mjúkt og slétt. Olía er hituð á pönnu og er 1sósuausa af deigi (mér finnst þaf góð stærð) steikt í hverri köku. Pönnsunum er svo snúið þegar loftbólur myndast í degið, steikar á hinni hliðinni þar til þær eru gylltar og stinnar ef þú leggur fingur á þær. Hlynsýróp og klatti af köldu smjöri eru sjálfsagt meðlæti, en mér finnst gott að hafa stökkt beikon með líka. Það er gott að setja beikonsneiðar á ofnplötu og blanda saman hunangi og sýrópi og pensla beikonsneiðarnar með því og dreyfa svo hnetu mulningnum yfir og baka í ofninum við 200° C, þar til beikonið er orðið stökkt. Kaffi og appelsínusafi eru ómissandi með.

Verði þér að góðu :-)

Extra FLÖFFY ;-j