Eplasalat Rögnu

Ég fékk uppskrift af þessu eplasalati hjá Rögnu frænku minni fyrir löngu síðan. Það er mjög gott með purusteik eða reyktu svínakjöti, Svolítið öðruvísi en þetta klassíska meðlæti. Endilega prófaðu!

Það sem til þarf er.

F. 4-6

4 græn súr epli (Cox epli)

6-8 msk. dökkur púðursykur

4-6 msk. epla edik

2- 2 1/2 dl vínberjaolía

200 gr. ristaðar pecanhnetur

Svona gerir þú:

Pecan hneturnar eru ristaðar á þurri pönnu, kældar og saxaðar. Eplin eru þvegin vel, kjarnhreinsuð og skorin í bita. Púðursykri, ediki, olíu og eplum er blandað vel saman. Hitað á mjög lágum hita þar til sykurinn er bráðinn. Tekið af hitanum og hnetunum blandað saman við eplin. Borið á boð.

Verði þér að góðu :-)