Coleslaw

Þetta hrásalat er nausynlegt að hafa með Spare ribs. Kálið er stökkt og sinnepsdressingin er skörp en mjúk. Mér finnst best að gera salatið um miðjan dag og láta það taka sig í ísskápnum. Lokapunkturinn er svo að kreista sítrónusafa yfir og velta því einu sinni áður en það er borðað.

Það sem til þarf f. 4 er:

1/2 haus hvítkál, skorið í þunnar ræmur

1 búnt vorlaukur, saxaður

1 græn paprika í þunnum ræmum

Safi úr 1/2 sítrónu

Dressing:

3 msk. majones

2-3 msk. Dijon sinnep

Salt og pipar

Góð kreista af sítrónusafa

Svona geri ég:

Kálið er skorið í þunnar ræmur, vorlaukurinn er skáskorinn í milliþunnar sneiðar og paprikan í þunna strimla. Öllu nema sítrónusafanum í dressinguna er hrært saman og blandað varlega útí kálið. Best er að láta salatið standa í ísskap í 1-2 tíma. Að lokum er safi úr ca. 1/2 sítrónu kreistur yfir.

Verði þér að góðu :-)