m&m súkkulaðikökur

Það sem til þarf er:

40-50 stk.

Ef þú ætlar að gefa þurrefnin í krukku þá vantar, 1.5 L glerkrukka, slaufur og borðar

300 gr. hveiti

1 1/4 tsk. lyftiduft

1/2 tsk. matasódi

1/4 tsk. salt

50 gr. kakóduft

200 gr. púðursykur

170 gr. sykur

1 poki M&M kúlur

1 poku hvítir súkkulaðdropar

1 poki dökkir súkkulaðdropar

Það sem vantar í krukkuna en á að vera í kökunum:

250 gr. ósalt smjör, brætt og kælt

3 egg

800 ml mjólk

2 tsk. vanilludropar

Mér finnst skemmtitlegt að blanda þurrefnunum eða grunninum af góðum kökum eða kexi, í fallega glerkrukku, skreyta og hafa með mér í aðventuboð eða álíka tækifæri fyrir jólin. Þessar kökur eru rosalega góðar og krukkan er svo falleg, þegar þurrefnin eru komin í lögum í hana :-)

En svona geri ég:

Í meðalstórri skál skaltu blanda helmingnum af hveitinu með lyfitdufti, matasóda og salti. Í annarri skál er restinni af hveitinu og kakóinu blandað saman. Svo seturðu sykur, púðursykur, hveiti og kakóblönduna í lögum í krukkuna og þjappar vel ofaná hvert lag (ég notaði kryddglas til þess). Svo koma m&m kúlurnar, svo er súkkulaðidropunum blandað saman og settir efst. Síðan getur þú annaðhvort handskrifað leiðbeining-arnar sem eru hér fyrir neðan, sem er persónulegt og skemmtilegt, eða prenað þær út og lætur fylgja með krukkunni.

Mikilvægt:

Sestu í uppáhalds stólinn þinn með kalda mjólk í stóru glasi, kökuboxið í seilingar fjarlæð, góða bók í kjöltunni og svo gleyma sér eftir allt erfiðið, og ooohh hvað þú átt það svo skilið!

M&M SÚKKULAÐIKÖKUR

40 -50 stk.

250 gr. ósalt smjör, brætt og kælt

3 egg

2 tsk. vanilludropar

Hitaðu ofninn í 180°C, og gerðu ofnplötur klárar með bökunarpappí á. Svo er smjöri, eggjum, mjólk og vanilludropum blandað í stóra skál og innihaldi krukkunnar hrært samanvið þar til innihaldið er rétt blandað saman. Svo er degið sett á plöturnar 1 msk. í einu og bakað í 13 mín., og kældar á plötunni í smá stund áður en þú setur þær á grind til að kólna alveg.

Verði þér að góðu :-)

Gómsæt gjöf til vinar :-D