Skonsurnar hennar Sirrý

Ég kynntist Sirrý í Myndlistarskóla Mosfellsbæjar á námskeiði i málun. Síðan lágu leiðir okkar aftur saman í Hringnum. Sirrý kemur oft með fullan disk af nýbökuðum skonsum fyrir okkur félagskonur, þegar við erum að undirbúa Jólabasar Hringsins eða Jólahappdrættið, þær eru æði. Ég plataði Sirrý til að gefa mér uppskriftina til af gefa ykkur. Ég var ekki mikið fyrir skonsur, fyrr en ég prófaði þessar. Þær eru nefnilega ekki of sætar, hún notar heilhveiti á móti hveitinu sem gerir þær bragðmeiri. Þær eru frábærar í skonsutertu, eða bara beint af pönnunni með smjöri osti. Skelltu í einn skammt og smakkaðu. Veistu hvað er snilld að gera ef þú átt afgang daginn eftir er að skutla einni í brauðristina til að hita upp og fá sér eitthvað gott með sem þú átt í ísskápnum, crazy. Eða að steikja á pönnunni með egginu og baconinu á sunnudagsmorgni þegar þú ert að tríta þig. Æði!

Það sem til þarf er:

ca. 12. stk.

1bolli heilhveit

2 bollar hveiti

1/2 bolli sykur

4 tsk lyftidufti

1/2 tsk salt

3 egg

3 msk olía.

2 bollar mjólk

Svona gerir Sirrý:

Þurrefnunum er blandað saman í stórri skál. Eggin eru brotin í skálina, mjólk og olíu er bætt útí. Hrært þar til deigið er slétt og jafnt. Pönnuköku panna er hituð vel á meðalhita. Smá olía er sett á pönnuna og ein ausa (súpuausa) af deigi er dreift á pönnuna og steikt þar til loftbólur koma upp, þá er pönnuköku spaða rennt undir kökuna og henni snúið og hún bökuð i gegn. Ef deigi er of þykkt má þynna það aðeins með meiri mjólk. Þegar kakan er full bökuð er hún tekin af pönnunni og sett til hliðar á disk. Endurtekið þar til deigið er búið. Njótið eins og þér finnst best.

Verði þér að góðu :-)