Plómukaka

Ég rakst á þessa uppskrift í NYT . Hún birtist þar fyrst haustið1983, en 1989 átti svo að hætta að birta hana , en vegna mikilla mótmæla lesenda var hætt við það og hefur hún birts þar á hveju hausti síðan. Það gefur smá hugmynd um hversu góð hún er. Við mamma höfum oft bakað hana og erum sammála lesendum NYT. Það er góður siður á baka köku með sunnudagskaffinu, þessi hefur allt, er einföld, rosalega góð og gleður alla munna sem smakka á henni. Prófaðu þessa!

Það sem til þarf er:

f. 8

1 bolli sykur

1/2 bolli mjúkt smjör

1 bolli hveiti, sigtað

2 egg

1 tsk. lyftiduft

Salt

10-12 dökkar plómu

Ofaná:

Sykur, sítrónusafi og kanel

Borið fram með:

Þeyttur rjómi eða vanillu ís

Svona geri ég:

Ofninn er hitaður í 180°C. Lausbotna form er smurt vel að innan. Plómurnar eru þvegnar, skornar í tvennt og steinninn fjarlægður. Smjör og sykur er þeytt létt og ljóst, þá er sigtuðu hveiti, lyftidufti, salti og eggjum bætt útí og blandað vel saman. Degiðnu er jafnað út í mótið og plómuhelmingunum raðað ofaná, með skornu hliðina niður, eins þétt og hægt er. Síðan er sykri, kanel og smá sítrónusafa drussað yfir og bakað í uþb. 1 klst. Borin fram volg með þeyttum rjóma eða ís.

Verði þér að góðu :-)

ATH. Frystist vel. Best er að láta hana afþyðna og hita síðan upp á 160°C í 15-20 mín.