Oreo & súkkulaði-mousse kaka

Úlala..... :-D Þessi er crazy.. svo flott á borði og þó hún virðist flókin þá er hún það alls ekki, ég lofa. Ég hef gert hana nokkrum sinnum frá því ég sá hana fyrst á vefnum hjá Delish . Ég hef lagað hana að mínum smekk og gert hana einfaldari. Hún þarf að geymast í nokkra tíma á boði til að taka sig ef þú gerir hana daginn áður. Þá verður moussin mjúk og bragðið nýtur sín. Hún mettar marga og er tilvalin eftirréttur eða á fermingarboðið, litil sneið dugar langt.

Það sem til þarf er:

f. 10-12 (f. fleiri ef hún er notuð sem eftirréttur)

Botn:

Smjör til að smyrja formið með

24 Oreo kökur, muldar

90 gr. smjör, brætt

Smá salt

Súkkulaðimousse:

3 blöð matarlím, bleytt upp í köldu vatni

400 gr. suðusúkkulaði (þetta venjulega frá Nóa Síríus, finnst mér vera best)

Salt, smakka til

7,5 dl rjómi (ath. skipt)

70 gr. flórsykur

Ca. 2 stór box fersk jarðarber, toppurinn skorinn af

Ganache:

2/3 bolli rjómi

2 bollar saxað suðusúkkulaði

Skraut:

Skafið súkkulaði, jarðarber, metallic duft eða anna sem þér dettur í hug.

Botn: Lausbotna springform (ca. 24 cm) er smurt að inna með smjöri. Muldu Oreo kökunum, smjöri og salti er blandað saman í skál. Þjappað niður í botninn á forminu og sett í kæli.

Súkkulaðimousse: Matarlímið er bleytt upp í köldu vatni. Súkkulaðið er sett í hitaþolna skál. 1 bolli af rjómanum er hitaður að suðu í litlum potti, tekinn af hitanum og matalíminu er blandað útí og látið leysast upp í rjómanum. Heitum jómanum er hellt yfir súkkulaðið í skálinni og hrært saman við það, þar til súkkulaðið er bráðið og blandan er flauels mjúk. Kælt og hrært í við og við á meðan. Restin af rjómanum er þeyttur með flórsykrinum, þar til hann er stífþeyttur. Fjóðrðungur af súkkulaðiblöndunni er hrærður útí rjómann og blandað vel saman við hann, svo er restinni af þeytta rjómanum blandað varlega saman við. Þunnu lagi af moussinni er smurt ofaná botninn.

Jarðarber: Ber sem eru svipuð að stærð, eru skorin í tvennt á lengdina. Þeim er raðað meðfram forminu svo þau þeki allan hringinn, sárið snýr út að forminu (passa að þrýsta þeim þétt útí formið svo þau loði vel við það). Svo er fyllt upp í formið með heilum jarðarberjum, sem snúa með afskorna botninn niður. Restinni af moussinni er smurt varlega yfir berin, best er að byrja í miðjunni og vinna sig út og passa að jarðarberið í jaðrinum haldist upprétt og þétt útvið formið. Þegar öll moussin er komi í formið er ágætt að að banka forminu létt niður á borð svo hún fari örugglega vel inn á milli berjanna. Sléttað yfir og sett í kæli þar til moussin er búin að taka sig og orðin stíf, ca. 4-6 tímar. Restinni af moussinni er smurt varlega yfir berin, best er að byrja í miðjunni og vinna sig út og passa að jarðarberið í jaðrinum haldist upprétt og þétt útvið formið. Þegar öll moussin er komi í formið er ágætt að að banka forminu létt niður á borð svo hún fari örugglega vel inn á milli berjanna. Sléttað yfir og sett í kæli þar til moussin er búin að taka sig og orðin stíf, ca. 4-6 tímar.

Ganach: Súkkulaðið er sett í hitaþolna skál. Rjóminn er hitaður að suðu í potti og hellt yfir súkkulaðið og látið standa í um 3 mín. Svo er hrært í þar til súkkulaðið er mjúkt og alveg bráðið. Kælt þar til ganachið er alveg orðið kalt og farið að þykkna dálítið. Því er síðan smurt yfir moussina og látið kólna vel.

Þegar á að bera kökuna á borð, þarf hún að standa á borði í 1-2 tíma svo að moussin nái að taka sig og mýkjast aðeins, hún má ekki vera of köld, en kakan þolir vel að standa á borði í einhvern tíma.

ATH:

Allt í lagi að gera kökuna daginn áður, ekki fyrr útaf jarðarberjunum. Ekki hægt að frysta.