Dulce de leche Nýars kransaköku samlokur

Það sem til þarf er:

15 stk.

250 gr. ren rå marsipan

2-3 eggjahvítur

50 gr. ljóst súkkulaði

1/2 krukka Dulce de leche

Skál fyrir nýju ári og nýjum tækifærum!!! Þegar við lyftum kampavínsglasi með ættingjum og vinum og þökkum fyrir árið sem er liðið, er upplagt að bjóða uppá karamellu smurðar kransakökur.....mmm :-)

Svona geri ég:

Ofninn er hitaður í 180°C. Marsipanið er rifið á rifjárni og sett í skálina á hrærivél og hrært á lágum hraða. Eggjahvítunum er blandað útí jafnt og þétt á meðan hrært er, degið á að vera mjúkt en ekki laust í sér. Það er sett í sprautupoka með meðalstórum stút á, og topp á stærð við valhnetu sprautað á pappírsklædda bökunarplötu, með jöfnu millibili. Bakað í 10-12 mín., eða þar til þær eru gylltar, kældar á grind. Súkkulaðið er brætt yfir vatnsbaði og sett í sprautupoka með mjög litlum stút og drussað yfir kældar kökurnar, eða með gaffli, kælt. Kransasamlokurnar eru svo fylltar með karamellukremi. Ég hef notað tilbúinn kransamassa til að gera kökurnar og það er í fínu lagi líka. Má frysta.

Verði þér að góðu :-)

Gleðilegt ár!