Nutella kaka

Það sem til þarf er:

175 gr. mjúkt smjör

80 gr. hrásykur

80 gr. sykur

3 egg

200 gr. hveiti

2 tsk. lyftiduft

2 tsk. kanell

4 msk. mjólk

4 kúfaða msk.Nutella

50 gr. heslihnetur, gróf saxaðar

MUST TRY fyrir alla Nutella aðdáendur :-)

Svona er aðferðin:

Ofninn er hitaður í 180°C. 20 cm. lausbotna form er smurt og klætt með bökunar-pappír. Smjör, sykur, egg, hveiti, lyftduft, mjólk og kanell er sett í hrærivélaskál og hrært létt og ljóst. 3/4 af deiginu er hellt í formið og jafnað út. Kúfuðum skeiðum af Nutella er dreift í hrúgum yfir, og pínulítið hrært saman. Svo er restinni af deiginu smurt yfir og hneturnar settar ofaná. Kakan er bökuð í 70 mín., eða þangað til hún er stinn þegar þrýst er létt á hana með fingri, ef hún tekur lit og fljótt er gott að hylja hana með bökunarpappír. Kakan er látin kólna í forminu í 10 mín. Ef hún er pökkuð þétt í álpappír geymist hún í allt að viku.

Verði þér að góðu :-)

Dásamlega mjúk :-)