Mexican churros

Það sem til þarf er:

2 dl vatn

4 msk. ósalt smör

2 msk. púðursykur

1 tsk. vanilludropar

1/4 tsk. salt

150 gr. hveiti

4-5 egg

Canola olía til að steikja uppúr

Hrista:

1/2 bolli sykur

1/4 tsk. kanell

Súkkulaðisósa:

200 gr. suðusúkkulaði 70%

50 gr. ljóst súkkulaði

2 msk. sýróp

3 dl rjómi

Ef þú hefur ekki smakkar Churros, þá skaltu dekra við þig og skella í eina lögun, ég get eiginlega lofað þér að það verður ást við fyrsta bita. Mexikanar og Spánverjar fá sér svona í morgunmat... hljómar vel ekki satt? En það þýðir ekki að það megi ekki borða þá hvenær sem löngunin verður yfirþyrmandi :D

En svona gerir þú Churros:

Þú þarft meðal stóran pott til að hita vatnið, smjörið, púðursykurinn, vanillu og salt í við meðalhita, þangað til það fer að sjóða, þá er hveitið sett útí allt í einu og hrært hraustlega í þangað til allt er vel blandað saman. Þá tekurðu pottinn af hitanum og setur fjögur egg útí, eitt egg í einu, og hrærir vel í á milli. Deigið á að vera mjúkt, glansandi og kekkjalaust. Ef það er stíft bætirðu fimmta egginu útí. Deigið er sett í sprautupoka með stjörnustút á. Olían er hituð í góðum potti, þú getur athugað hitann með því að steja smá deig í olíuna. Krullunum er svo sprautað í pottinn, nokkrum í einu og snúið einu sinni. Ekki setja of margar í einu þá lækkar hitinn á olíunni of mikið og krullurnar verða linar. Þá eru þær teknar úr pottinum með spaða og látnar kólna á eldhúspappír.

Hrista:

Þegar allt er steikt, er sykri og kanel blandað saman og sett í poka (bréfpoka ef þú átt hann) og nokkrum krullum stungið í hann í einu og hrist duglega til að sykra krullurnar.

Súkkulðisósan:

Allt sett í pott og hitað, varlega þar til allt er samlagað og heitt. Svo berður þær fram, t.d. geturðu sett nokkrar á disk með litlu glasi af sósu fyrir hvern og einn, því kannski vill maður ekki deila sínum skammti með neinum... ;-Þ

Verði þér að góðu :-)

Vanabindandi :-O