Lemon bars

Það sem til þarf er:

ca. 36 bitar

Í botninn:

2 bollar hveiti

1/2 bolli flórsykur

1 bolli smjör við stofuhita

Fyllingin:

4 egg

2 bollar sykur

1/4 bolli hveiti

1 tsk. lyftiduft

1/4 bollu sítrónu safi

Glassúr:

1 bolli flórsykur

2-3 msk. sítrónusafi

Mamma bakar!! Ég elska allt með sítrónu og þessir sítrónu bitar eru sælgæti. Mátulega sæt/súrir með stökkum botni, namm, namm, enda ekki að spyrja að því sem Mútta mín bakar, það klikkar ekki. Ég skora á þig að prófa.

Svona bakar Mútta:

Ofninnn er hitaður í 180°C.

Botninn:

Allt hráefni í botninn sett í hrærivél og blandað varlega saman þar til það lýkist brauðmylsnu. Þrýst niður í botninn á ósmurðu 30x20 cm aflöngu formi, bakað í 20-30 mín., eða þar til botninn er ljósbrúnn.

Fyllingin:

Á meðan eru eggin létt þeytt í skál með písk, svo er restinni í fyllinguna, nema sítrónusafanum, blandað vel saman við, svo er sítrónusafanum hrært útí. Botninn er tekinn úr ofninum og fyllingunni hellt yfir hann og jafnað út. Bakað áfram í 25-30 min., eða þer til fyllingin er ljósbrún. Klæt alveg, amk. í 1 klst.

Glassúr:

Flórsykurinn er hrærður út með nógum sítrónusafa til að gott sé að smyrja honum yfir fyllinguna. Skorið í bita.

Verði þér að góðu :-)

Sól og sæt sítróna!