Kramarhúsin hennar Dagmar

Uppskriftin af kramarhúsum og sætabrauðsskeljunum eru frá Dagmar stjúpömmu minni, heiðurskonu, sem var frá Akureyri. Kramarhúsin eru mjög einföld að allri gerð og passa mjög vel með ís og frauði og bragðbættum rjóma og allskonar ávöxtum

Það sem til þarf í ca. 20 stk. er:

2 egg

100 gr. sykur

75 gr. hveiti

2 - 2 1/2 msk. brætt smjör

En svona gerum við:

Ofninn er hitaður í 180°C. Eggin og sykurinn eru þeytt létt og ljóst. Hveiti og smjöri (ath. magn) hrært samanvið með sleif. Það er gott að láta deigið hvílast í um 10 mín. Bökunarplata er smurð og klædd með bökunarpappí og ca. 13-15 cm. hringir teiknaðir með jöfnu bili á pappírinn. Síðan er um 1/2 msk. af deigi smurt inní hringina og bakað í ca. 5 mín. (ath. ofnar eru misjafnir). Þegar eru kökurnar eru bakaðar eru þær teknar strax af plötunni og sleif notuðð til að rúlla þeim í kramarhúsform eða hvolft yfir bolla eða glös í þeirri stærð sem passa fyrir kökurnar og þær mótaðar, ef þær harðna of fljótt er þeim stungið í ofninn í smástund aftur. Þær geymast í nokkra daga í lokuðu boxi.

Verði þér að góðu :-)