Hellmann's brúnkur

Það sem til þarf er:

ca. 16 bitar

140 gr. dökkt súkkulaði, allavega 60%

8 msk. Hellmann´s majones (ekki light)

40 gr. hveiti

25 gr. kakó

3 meðalstór egg

225 gr. sykur

55 gr. valhnetur, gróf saxaðar

1 tsdk. vanilludropar

1 sléttfull tsk. lyftiduft

Datt um þessar á netinu.... majó brúnkur! Það er eitthvað alveg nýtt. Þær eru svo mjúkar og dásamlegar, að ég mundi ekki hugsa mig um tvisvar, heldur bara skella í einn skammt og baka með kaffinu. Þær eru líka upplagður desert með þeyttum rjóma eða ís og ferskum berjum.

Svona geri ég:

Ofninn er hitaður í 160°C. 23 cm. ferkantað form er smurt og smjörpappír sniðinn inní formið. Hveiti, kakó og lyftduft er sigtað saman í skál, súkkulaðið er brætt yfir vatnsbaði, þar til það er bráðið. Egg, sykur og vanlilla er þeytt saman í skál þar til það er farið að þykkna, þá er súkkulaðinu bætt útí og þeytt áfram í smástund. Hveitiblöndunni er hrært varlega samanvið ásamt majónesinu og valhnetunum. Deiginu er hellt í formið og bakað í 35-45 min. Látin kólna í forminu áður en hún er skorin í bita.

Verði þér að góðu :-)

Crazy!