Heit ferskju kaka


Já, ég veit þetta hljómar hálf hlægilega, en trúðu mér kakan virkar mjög vel. Ég sá þessa uppskrift á, Food52 og hugsaði að þetta væri einhver vitleysa. Ég fór að lesa umsagnir þeirra sem höfðu bakað kökuna og þær voru vægast sagt ekki jákvæðar, en ég lét vaða og bakaði hana með smá breytingum og hún var æði :-)

Það sem til þarf er:

f. 6-8

1 pakki vanillukökuduft frá Betty Crocker

1 tsk. kanell

1 bolli, rúmur, af Sprite gosi

6 ferskjur

3-4 msk. hlynsýróp


Svona gerði ég:

Ofninn er hitaður í 180°C og eldfast form er smurt að innan með smjöri. Ferskjurnar eru þvegnar og skornar í báta og lagðar í botninn á fatinu og sýrópinu hellt yfir þær. Kökudeigið er sett í skál og kanelnum hrært saman við mjölið. Sprite-inu er hellt útí og blandað varlega saman við, með písk, þar til deigið er slétt og svo til allir kekkir farnir úr því. Deiginu er hellt yfir ferskjurnar og smurt útí mótið. bakað í 35-40 mín., eða þar til kakan er gyllt og farin að losna frá köntunum. Tekin úr ofninum og látin kólna aðeins, borin fram með ís eða þeyttum rjóma.

Verði þér að góðu:-)