Hafrakexið hennar ömmu

Ef þetta er gjöf, er hveiti, salti, lyftidufti og hjartarsalti blandað saman í skál. Í sér skál seturðu haframjölið og aðra sykurinn. Svo seturðu mismunandi lög af mjöli og sykri og þrýstir vel niður alltaf á milli laga. Svo er hérna uppskriftin til að prenta út eða handskrifa ef þú vilt.

Það sem til þarf er:

260 gr. hveiti

220 gr. sykur

2 tsk. lyftiduft

1 tsk. hjartarsalt

1/2 tsk. salt

370 gr. haframjöl

2 dl mjólk

250 gr. smjör

1 glerkrukka 1 1/2 L

Slaufur og skraut

GAMALDAGS HAFRAKEX

250 gr. smjör, brætt og kælt

2 dl. mjólk

2 msk. hveiti

Ofninn er hitaður í 190°C og ofnplata gerð klár með bökunarpappír á. Smjör og mjólk sett í stóra skál og innihaldi krukkunnar blandað saman við. Deigið er hnoðað saman og sett á borð. Nú notarðu 2 msk. af hveitinu á borðið svo deigið loði ekki við þegar þú rúllar því út með kökukefli. Deigið á að vera tæplega ½ cm á þykkt, svo er það pikkað með gaffli og stungið út í kökur með glasi eða kökuskera. Kökurnar settar á plötu og bakað í 10 mín. og svo kældar á grind.

Borðað með einhverju sem þér finnst gott eða t.d. einhverju modern og fancy (blámygluosti eins og Ljótur, nýjar döðlur, perur og glas af púrtvíni :-) Mitt eitur er smjör og ostur, eins og í gamla daga í eldhúsinu hennar ömmu, gamaldags og kósý.

Verði þér að góðu :-)