Churros

Það sem til þarf er:

f. 4

2 1/2 dl vatn

60 gr. smjör

1 msk. sykur

1/4 tsk. salt

140 gr. hveiti

1 stórt egg

1/2 tsk. vanilludropar

Olía til að steikja úr (ég notaði repjuolíu)

Kanilsykur:

100 gr. sykur

Tæplega 1 tsk. kanill

Churros eru svooo gott!!! Ég veit að það er önnur uppskrift á síðunni, en hún er svolítið öðruvísi meira af eggjum í henni. Hún er mjög góð, en þessi er í algjöru uppáhaldi núna. Þegar ég gerði þessa churros bjó ég líka til aðeins öðruvísi súkkulaðisósu til að dýfa þeim í hún er krydduð með chilli og ég bjó líka til suður-ameríska mjólkur-karamellu, dulce de leche sem var himnesk ég er ekki að ýkja!! Það er svo einfalt að búa til churros, svo ekki láta neitt stoppa þig í að smakka þessa dásemd.

Svona geri ég:

Fyrst bý ég til kanilsykurinn sem curroinu er velt upp úr og hef hann tilbúinn í rúmgóðri skál. Vatn, smjör, sykur og salt er sett í pott og suðan látin koma upp á meðalhita. Hitinn er aðeins lækkaður og hveitinu hrært útí með sleikju og blandað rösklega saman. Tekið af hitanum og látið standa í 5 mín. Þá er vanilludropunum og egginu hrært útí með handþeytara eða í hrærivél, þar til deigið er slétt og mjúkt. Olía er hituð í meðal stórum þykkbotna potti, ca. 0.75 dl, hún þarf að verða nokkuð heit, gott er að setja smá deigklípu í pottinn og til að prófa hitastigið. Deigið er sett í sprautupoka með meðal stórum stjörnustút á. Það er nauðsynlegt að vera tilbúin með skæri og spaða og hafa eldhúsrúllublöð á borðinu til að setja churroið á þegar það er steikt, til að láta mestu olíuna leka af eftir steikingu. 10-15 cm lengjur eru klipptar ofan í olíuna og steikt þar til churroið er vel gulbrúnt og gegn steikt. Tekið upp úr olíunni með spaða og látið leka af þeim í smástund (passar á meðan næsti skammtur fer í olíuna) svo er þeim velt upp úr kanilsyrkinum. Haldið áfram þar til deigið klárast. Borið fram með chilli súkkulaðisósu og dulce de leche til að dýfa í, eða bara með kanilsykrinum.

Ath: Það er hægt að búa deigið til nokkru áður en það er steikt, en alls ekki geyma það í ísskáp, best að geyma það útá borði.

Verði þér að góðu :-)

Dekur og lúxus!!