Bollur með hindberjarjóma

Það sem til þarf er:


(25-30 litlar bollur)

150 gr. hvítt súkkulaði

50 gr. pistasíuhnetur, saxaðar

Fylling:

200 gr. frosin eða fersk hindber

3 msk. flórsykur

2 msk. sítrónusafi

2 dl rjómi, þeyttur

Dásamleg fylling fyrir þá sem eru hrifnir af berjarjóma, hvítu súkkulaði og pistasíum ;-) Hér er mín uppáhalds uppskrift og bestu bollur ever. Gömul og þaulreynd uppskrift frá mömmu, sem meira að segja ég gat bakað þokkalega skammlaust ;-)

Svona gerum við fyllinguna:

Súkkulaðið er brotið í skál og brætt yfir vatnsbaði. Kælt í smástund áður en því er smurt ofaná bollurnar og söxuðum pistasíum er dreyft ofaná, kælt. Ef berin eru frosin eru þau látin skál í örbylgjuofn í 4-5 mín. á lágan hita þar til þau eru afþýdd, annars eru fersk ber, flórsykur og sítrónusafi sett í blandara og maukað. Maukið er svo pressað í gegnum sigti svo kjarnarnir úr berjunum verði eftir. Rjóminn er þeyttur og berjamaukinu er blandað samanvið. Rjóminn er settur í sprautupoka, bollurnar eru klofnar með hníf og rjómanum er sprautað á neðri helminginn en hinn svo lagður ofaná.

Verði þér að góðu :-)

Hindberjadraumur :-)