Bláberja- og zuccini kaka með sítrónugljáa

Það sem til þarf er:

f. 6-8

2 lítil egg

1/2 bolli olía

1/2 msk. vanilludropar

2 bollar sykur

1 bolli zucchini, rifið á grófu rifjárni (ca. 1 stórt)

1 1/2 bolli hveiti

1/2 tsk. salt

1/2 tsk. lyftiduft

1/8 tsk. matarsódi

250 gr. bláber

Sítrónugljái:

1/2 bolli flórsykur

1/2 msk. sítrónusafi

1/2 msk. rjómi

Hefur þú notað zucchini í kökur? Ekki ég, fyrr en ég gerði þessa köku. Það kom mér á óvart hvað það er gott. Það er svo mikið bleyta í zucchiniinu að það gerir kökuna svo mjúka og djúsí að ógleymdum bláberjunum sem ég veit að flestir eiga í frysitnum, eftir dásemdar sumar. En trúðu mér alveg, það er ekki grænmetisbragð af kökunni, þetta er alvöru sæt kaka, rosa sæt =D

Létt verk :-)

Ofninn er hitaður í 180°C. Lausbotna form er smurt að innan. Hræra saman egg, olíu, sykur og vanillu í stórri skál. Rifnu zucchiniinu er blandað útí ásamt þurrefnunum. Að lokum er bláberjunum blandað varlega samanvið. Deginu er hellt í formið og bakað í 50 mín., eða þar til prjóni sem er stungið í miðja kökuna kemur hreinn upp. Kæld í formiinu í 20 mín., svo tekin úr forminu og kæld alveg. Til að gera sítrónugljáann, er öllu hrært saman í skál og smurt valega yfir kökuna. Það er fallegt að rífa sítrónubörk fínt og strá yfir gljáann og setja hrúgu af bláberjum á miðja kökuna.

Verði þér að góðu :-)

P.s. Ég hef skipt sítrónussafanum út fyrir appelsínusafa í gljáanum, það er virkilega gott líka :-)

jummý....