Bananakaka með smjörkremi og stökkri karamellu

Bananar sem eru búnir að hanga aðeins of lengi í ísskápnum eru frábærir til að nýta í brauð eða kökur. Hér er ein með rjómakenndu smjörkremi og stökkri karamellu.

Það sem til þarf f. 6-8 er:

175 gr. lint smjör

150 Golden granulated sugar

2 vel þroskaðir bananar, í bitum

3 egg

140 gr. hveiti

1 1/2 tsk. lyftiduft

75 gr. malaðar möndlur

3 msk. Ab mjólk

Í karamelluna:

200 gr. Golden granulated sugar

Í smjörkremið:

150 gr. lint smjör

100 gr. flóksykur

Svona gerum við:

Ofninn er hitaður í 180°C. Jólakökuform er smurt að innan og þakið með smjörpappír. Best er að byrja á að gera karamelluna. Sykurinn er settur í víðan pott og hann hristur til svo það sé jafn lag af sykri í honum. Sykurinn er hitaður varlega og honum velt um í pottinum svo hann brenni ekki. Þegar sykurinn er bráðinn er honum hellt á bökunarpappír sem er á plötu eða fati SEM EKKI BRENNUR EÐA BRÁÐNAR, þetta er mjög heitt, látið kólna. Svo er karamellan brotin í litla bita. Smjör og sykur er hrært létt og ljóst í hrærivél, þá er banönunum bætt við, ásamt eggjunum einu í einu, hveiti,möndlum og lyftidufti. Að lokum er 1/3 af karamellunni hrært útí. Deiginu er svo hellt í formið og bakað í 45-50 mín., eða þegar prjóni er stungið í miðjuna og hann kemur hreinn upp. Kakan er kæld og síðan lyft uppúr forminu á pappírnum.

Kremið:

Kremið er gert með því að þeyta saman smjör og flórsykur. Veldu nokkra bita af karamellu til að skreyta með, en restin er mulin fínt og blandað saman við kremið. Kreminu er svo smurt á kökuna og skreytt með karamellu bitunum. Svo er bara að hira gott kaffi og fá sér eina eða sneið eða svo.

Verði þér að góðu :-)