Apricots & cream

Það sem til þarf er:

ca. 20-25 stk.

100 gr. hveiti

1/2 tsk. matarsódi

Salt á milli fingra

1/2 bolli mjúkt smjör

60 gr. ljós púðursykur

60 gr. dökkur púðursykur

50 gr. sykur

1 stórt egg

130 gr. haframjöl

50 gr. valhnetur, saxaðar

50 gr. þurrkaðar apríkósur

75 gr. hvítt súkkulaði, dropar

Súkkulaði er gott :-) En HVÍTT súkkulaði finnst mér æði og líka apríkósur og valhnetur og hafrar. Ég er nokkuð viss um að við erum fleiri þarna úti sem erum á sama máli. Þessar litlu kökur sameina allt þetta nammi :-)

Svona geri ég:

Ofninn er hitaður í 180°C. Bökunarpappír er settur á 2 bökunarplötur. Smjör, sykur og púðursykur er þeytt í hrærivél þar til það er létt og ljóst. Egginu er blandað rólega úti smjör og sykur. Í annarri skál er hveiti, matarsóda og salti blandað saman, ásamt súkkulaði apríkósum, hnetum og höframjöli. Þessu er blandað varlega saman við smjör og sykur. Með rökum höndum eru ca. 20-25 kúlur mótaðar úr deiginu og þeim dreift með jöfnu millibili á plöturnar, þrýst létt ofaná þær með flötum lófa. Bakaðar í 10-12 mín., þar til þær eru gylltar, en samt ögn mjúkar í miðjunni. Teknar úr ofninum og látnat standa á plötunni í 1 mín., síðan látnar kólna alveg á grind.

Verði þér að góðu :-)

Svo góðar :-)