Teryaki nautasteik með japönsku gúrkusalati

Teriaky sósan og sesamfræin eiga svo vel saman og svo góð með steikinni. Salatið er ferskt og ljúft með, namm namm....

Það sem til þarf f. 4 er:

80 ml. sojasósa

2 msk. mirin sósa

1 msk. sake (má sleppa)

1 tsk. rifinn ferskur engifer

4 nautasteikur, góður hryggjarvöðvi er bestur

1 tsk. sykur

1 tsk. ristuð seasamfræ

Hrísgrjón

Salatið:

1 gúrka, skræld og kjarnhreinsuð og skorin í ferninga

½ rauð paprika skorin í ferninga

2 vorlaukar, skornir í þunnar sneiðar

2 tsk. sykur

1 msk. hrísgrjóna edik

En svona gerum við:

Blandaðu saman sojasósunni, mirin, sake hvítlauk og engifer og marineraðu steikurnar í minnst 30 mín. Ekki henda leginum. Steikrnar eru þerraðar vel, og steiktar í 3-4 mín. á hvorri hlið, eða eftir þínum smekkk, og síðan látnar standa í smástund og jafna sig. Á meðan er kryddlögurinn settur í pott og sykrinum bætt í og mallað þangað til hann er bráðnaður. Til að gera salatið er öllu grænmetinu blandað saman í skál. Sykurinn og edikið er sett í pott með rúmlega ½ dl af vatni. Edikblandan er hituð við meðalhita þangað til sykurinn er bráðnaður. Þá skaltu hækka hitann og sjóða í 3-4 mín. þar til lögurinn fer að þykkna. Þá hellirðu edikblöndunni yfirgrænmetið og lætur hana kólna alveg. Steikurnar eru bornar fram með hrísgrjónum, salatinu, kryddleginum og ristuðum sesamfræum. Það er huggulegt ef maður hefur tíma að raða á hvern disk fyrir sig, þá er steikin skáskorin í ca. 2 cm. sneiðar sem er raðað fallega á diskinn og kryddleginum dreypt yfir, síðan gúrkusalati og svo sesamfræum.

Verði þér að góðu :-)