Spænskar grísalundir

Það sem til þarf er:


f. 4

600 gr. grísalundir

1 grænt epli

2 msk. möndluflögur

1 msk. brauðrasp

1 tsk. sykur

Kanell á hnífsoddi

1/2 tsk. hvítlauksduft

1/2 búnt fersk steinselja

Gróft sjávarsalt og nýmalaður svartur pipar

Smjör til að steikja uppúr

Það eru oftast smá pælingar um hvað á að hafa í matinn um helgina. Þessar grísalundir hafa glatt okkur fjölsylduna í gegnum fjöldann allan af árum og gera enn. Fyllingin er svo skemmtilega fersk og með svolitlum arabískum áhrifum. Ég ber þær á borð með dásamlegri sveppasósu, smjörbökuðum tómötum og hasselback kartöflur með láviðarlaufi og hvítlauk. Dásamleg máltíð sem hægt er að undirbúa fyrirfram, sem ég dýrka...!

Svona geri ég:

Lundin er snyrt og klofin eftir endilöngu, passa að skera ekki í gegn. Eplið er skrælt og rifið á rifjárni, það er sett í skál, raspi, kryddi og syrki er hrært útí. Eplamaukinu er dreyft jafnt í skurðinn á lundinni og hún er síðan bundin saman eða næld saman með litlum steikarprjónum. Lundin er steikt á háum meðalhita og lokuð á öllum hliðum. Stungið í 180°C í 15 mín. og fullelduð. Borin fram með hasselback með lárviðarlaufi og hvítlauk, sveppasósu og smjörbökuðum tómötum.

Verði þér góðu :-)

Gott um helgina...