Páskalambið hennar mömmu

Þessi uppskrift er úr gömlum Gestgjafa, ég get ekk sagt hvaða blaði vegna þess að það er búið að rífa blaðsíðuna sem hún er á úr blaðinu :-( En uppskriftirn bjargaðist og hún er æði, svo þar er það sem skitpir mál:-)

Það sem til þarf f. 6 er:

2 1/2 kg. lambalæri,

það er gott að láta fjarlægja mjaðmabeinið

Dijon sinnep

Salt og pipar

50 gr. brætt smjör

Dillsósa:

2 dl lambasoð

2 dl rauðvín

1 msk. Dijon sinnep

1 laukur, skorinn í 4 hluta

1 dl rjómi

1 búnt fersk dill, saxað

Parmesan-hvítlaukskökur ca. 13 stk.:

1 stórt hvítlauksrif, með hýðinu

50 gr. smjör

1 tsk. sykur

1 eggjahvíta

1/4 tsk. salt

2 msk. parmesan ostur, rifinn

4 msk. hveiti

Dill greinar

Eplasalat:

3 rauð hörð epli skorin í bita og velt uppúr sítrónusafa

1-1 1/2 dl rjómi, þeyttur

1 msk. majones

2 msk. sýrður rjómi

1/2 tsk. sykur

Smá kreysta af sítrónusafa

Þetta ekki nákvæmt magn allt ca.

En svona eldum við þessa gómsætu máltíð:

Kökurnar:

Hvítlaukurinn er soðinn í litlum potti í 15 mín., hann er svo kældur, afhýddur og maukaður. Smjör og sykur er þeytt vel saman, síðan er hvítlauk, eggjahvítu og salti bætt útí og þeytt áfram í smástund. Þá er ostinum hrært varlega saman við. Pappír er settur á bökunarplötu og deiginu sett á með teskeið. Gaffall er notaður til að fletja kökurnar út, dillgrein er sett á hverja köku og korn af sjávarsalti. Bakað í 200°C heitum ofni í 6-8 mín.

Lærið:

Ofninn er hitaður í 250°C. Lærið er smurt með sinnepi, saltað og piprað, stungið í heitan ofninn í 25 mín., þá er hitinn lækkaður í 140°C og steikt áfram í 2 tíma, penslað með smjöri á meðan á steikingunni stendur. Tekið úr ofninum og látið hvílast í 10-15 mín.

Sósa:

Soð, rauðvín, sinnep og laukur er soðið saman í 15-20 mín. Hellt í gegnum sigti og pressað á laukinn svo sem mest af safanum úr honum pressist út. Hellt í pottinn aftur og látið suðuna koma upp aftur, lækka þá hitann og rjóma og dilli bætt útí, þykkt með sósujafnara. Svo er gott að setja steikarsoð útí til að bragðbæta.

Salat:

Öllu blandað saman í skál, bragðið á að vera pínu súrsætt.

Verði þér að góðu :-)