Ossobuco

Það sem til þarf er:

f. 6

8 ossobuco bitar, helst alla með góðum merg í beininu

75 gr. hveiti

Sjávarsalt og svartur pipar

115 gr. smjör

2 msk. ólífu olía

2 rauðlaukar, skrældir og saxðir

4 sellerýstilkar, fínsaxaðir

2 hvítlauksrif, skræld og fínsöxuð

Nokkur ansjósuflök

1/2 flaska þurrt hvítvín

Gremolata:

Fínrifinn börkur af 2 sítróum

1 hvítlauksrif, finsaxað

3 msk. fínsöxuð ítölsk steinselja

Meðlæti:

Það er fátt sem mér finnst eins heillandi og hægeldaður haustmatur..mmm. Matur sem er búinn að vera að malla í ofninum í nokkra klukkutíma og ilmurinn svooo lokkandi, með loforði um kertaljós og kósýheit. Þá má hann blása og ólmast úti, mér er sama, ég er að fara að borða alvöru mat, sem setur kjöt á mín bein :-)

Ossobuco er frá norður Ítalíu, en það eru til óteljandi afbrigði af honum eins og gengur, en hann er alltaf borinn fram með gremolata og risotto alla Milanese. Gremolatað lætur þennan yfirlætislausa rétt syngja á tungunni, alveg nauðsynlegt með. Svo verður risottoið dásamlega rjómakennt af parmesan ostinum og smjörinu, kryddað með saffrani og í lokn fer sketta af þurrum Vermouth útí, dásamlegt.

En þá í eldhúsið:

Ofninn er hitaður í 150°C. Það er nauðsynlegt að skera í kjötið nokkra grunna skurði í ysta lagið svo að verpist ekki við steikingu. Kjötinu er síðan velt uppúr hveiti saltað og pipar. Olían og helmingur af smjörinu er brætt við meðalhita á stórri (ofnþolin) pönnu. Kjötið brúnað á báðum hliðum svo það lokist. Fitunni er hellt af pönnunni og restin af smjörinu er brætt og er laukur og sellerý steikt mjúkt en ekki brúnað. Þá er hvítlauk og ansjósum bætt útá pönnuna og ansjósuflökin marin með gaffli þar til þau bráðna (það verður ekkert fiskibragð af réttinum), síðan er víninu hellt úta og látið sjóða niður um stund. Næst er kjötinu bætt varlega á pönnuna svo mergurinn haldist í beininu, pannan er hulin með smjörpappír og svo er lokið sett á eða þétt álpappírslok. Bakað í ofninum í allavega 2 1/2 tíma

Verði þér að góðu :-)

Italiano!