Low & slow skankar með fennel og gremolata

Það sem til þarf er:

f. 4

2 msk. olía

4 lambaskankar

Sjávarsalt og nýmalaður svartur pipar

1 laukur, saxaður

1 fennel, í sneiðum

3 lárviðarlauf

2 greinar af fersku rósmarýn

4 hvítluaksgeirar, söxuð

4 greinar ferskt timian

7 dl bragðmikið kjúklingasoð

1 1/2dl hvítvín

Meðlæti:

Kartöflumúss með smjöri

Gremolata:

1 hvítlauksrif, marið

Salt milli fingra

4 greinar timian, skolaðar vel og laufið rifið af og saxað

Fínrifinn börkur af 1 sítrónu

2 msk. ítölsk steinselja

Nýmalaður svatur pipar

2 msk. extra virgin ólífuolía

Það er að koma helgi og við ætlum ekki að hanga lengi á bak við eldavéina! Við tökum það low & slow, með lítilli fyrirhöfn en gefum ekkert eftir í bragði eða gæðum. Lambaskankar, hægeldaðir í hvítvíni með fennel, ljúfum kryddum, kartöflumúss með smjöri og geggjuðu gremolata. Þú verður að prófa!!

Svona geri ég:

Ofninn er hitaður í 120°C. Olían er hituð á stórri ofnþolinni pönnu á meðalhita og skankarnir brúnaðir vel á öllum hliðum, saltaðir og pipraðir. Settir til hliðar á disk. Laukur og fennel er létt brúnað á pönnunni í ca. 8-10 mín. Þá er lárviðarlaufi, timian, rósmarýn og hvitlauk bætt á pönnuna, ásamt skönkunum. Soðinu og hvítvíninu er hellt yfir þá og smjörpappír lagður ofaná skankana og að lokum er álpappír settur þétt yfir pönnuna og lokað vel svo vökvinn haldist inni. Bakað í ofninum í 3 tíma, eða þar til skankarnir eru svo meyrir að þeir varla hangi á beininu.

Gremolata:

Hvítlaukurinn er mainn með smá salti. Timianið og steinseljan eru fínsöxuð og öllu síðan blandað saman við olíunna ásamt sítrónuberkinum, smakkað til með pipar. 2 msk. af soði úr pönnunni er hrært útí.Bornir fram með kartöflumúss, sem er hrærð með smjöri og salti, soðinu og grænmetinu úr pönnunni og síðast en ekki síst, er gremolata dreyft yfir diskinn. Kalt hvítvín er dásamlegt með.

Verði þér að góðu :-)

Low & slow æði!!