Lambafille með rösti & skarlottulauk

Hér er ein spari uppskrift úr vopnabúrinu mínu. Þessi er svo ljúf og bragðgóð, hefur verið í miklu uppáhaldi lengi, lengi.. Það sem mér finnst skipta svo miklu máli þegar ég á von á gestum, er að undirbúa matinn vel, svo ég geti notið kvöldsins með gestunum mínum, ekki eyða því í eldhúsinu, sammála?

Það sem til þarf f. 4 er:

3-4 lambafilet, fer svolítið eftir stærð

1 msk. hveiti

1 msk. rifshlaup

125 ml. appelsínudjús

2 dl grænmetissoð

1 tsk. soja

2 msk. púrtvín

Hvítlauksrösti:

1/2 kg. kartöflur, soðnar og stappaðar

2 msk. fersk steinselja

1 tsk. salvia

2 hvítlauksrif, marin

2 msk. ólívuolía

Salt og pipar

Skarlottulaukur:

250 gr. skarlottulaukur

15 gr. smjör

1tsk. olía

1 tsk. sykur

Salt og pipar

Olía til að steikja úr

1 msk. steinselja, söxuð

Meðlæti:

Strengjabaunir


Svona geri ég:

Laukurinn: Laukurinn er settur í pott með sjóðandi vatni og látinn sjóða í 3 mín. þá er hann kældur og hýðið tekið af, en passaðu að skera rótina ekki af þá dettur hann í sundur í steikingunni. Smjör og olía eru hituð í potti, sykrinum er bætt útí ásamt lauknum og láttið malla í 20 mín., þar laukurinn er meyr og brúnaður þá, er steinseljunni bætt útí. Kartöfluröstiið: Ofninn er hitaður í 220° C. Ofnplata með bökunarpappír er gerð klár og pappirinn spreyjaður með olíu. Katröflurnar eru stappaðar, olíu og kryddi blandað saman þær, maukið er smakkað til með salti og pipar. Svo býrðu til kökur úr stöppunni sem eru um 10 cm í þvermál, þær eru penslar með olíu og bakaðar í 15 mín., eða þar til þær eru gylltar og stökkar (þú gætir þurft að snúa einu sinni).

Kjötið: Kjötið er steikt á skarpheitri pönnu í 4 mín. á hlið og kryddað, sett í álpappír og sett í ofninn í 5-7 mín., eftir hvað þú vilt hafa það mikið steikt. Hveitinu er hrært á pönnuna með písk, en passaðu að taka pönnuna af hitanum á meðan svo hveitið fari ekki í kekki. Svo er soði, sultu, soju og djúsi hrært útí, þá er pannan sett aftur á hitann og sjóðið niður í smástund, þar til sósan þykknar. Svo er soju og púrtvíni bætt við og smakkað til með salti og pipar.

Baunir: Strengjabaunir eru soðnar og bornar fram með.

ATH. það er hægt að undirbúa flest fyrirfram, svo þú getir slappað af með gestunum eða fjösldkyldunni.

Verði þér að góðu :-)

S