Kalkúlnafylling með heslisnetum og skinku

Fyllingin og sósan eru uppskriftir úr gömlum Gestgjafa, sem við mamma, sem er úrvalskokkur, höfum notað um árabil og klikkar aldrei.

Það sem til þarf er:

Í fyllinguna:

150 gr. smjör

350 gr. nýir sveppir, sneiddir

200 gr. laukur, smátt saxaður

1 stilkur sellerí, smátt axað

1/2 búnt steinselja, söxuð

1 msk. salvia

300 gr.skinka, söxuð

100 g.r ristaðar heslinhnetur, muldar

150 gr. dagsgamalt brauð, í teningum

3 stór egg

2 dl rjómi

1/2 tsk. salt

1 tsk. pipar

Í soð:

Bein og innmatur úr kalkúninum

50 gr. smjör

1 gulrót, í bitum

1 laukur, grófsaxaður

1 sellerístilkur í bitum

1/2 L vatn

1 tsk. piparkorn

1 tsk. salt

Púrtvínssósa:

100 gr.smjör

60 gr. hveiti

4 dl kalkúnasoð

2 tsk. Dijon sinnep

2 dl púrtvín

2 dl rjómi

Salt og pipar

Skvetta af koníaki

Svona geri ég:

Fyllingin: Smjörið er brætt í stórum potti, sveppir, laukur, sellerí, salvia og steinselja er steikt með skinkunni í 10 mín. Þá er hnetunum og brauðinu bætt útí og látið kólna. Þá er eggjunum og rjómanum bætt við og kryddað með salti og pipar. Þetta má gera daginn áður og geyma í kæli.

Soð: Innmaturinn er steikur í potti og látinn brúnast í smjörinu svo það komi gott bragð, síðan er restinni bætt við og soðið í potti í 1-1 1/2 tíma, sigtað. Má gera daginn áður.

Sósa: Smjörið er brætt í potti og hveitið safnað útí með kalkúnasoðinu. Þá er sinnepi bætt við, púrtvíni og rjóma, saltað og piprað. Að síðustu er smakkað til með slettu af koníaki og steikarsoði af fuglinum.

Verði þér að góðu :-)