Lambahryggur með basilrjóma

Prentvæn útgáfa

Það sem til þarf er:

f. 4-6

1-2 litlir lambahryggir

1/2 bolli ólífu olía

1/2 bolli grófsaxað ferskt basil

2 hvítlauksrif, marin

Salt og pipar

1/2 - 1 kg kartöflur, vel þvegnar og í þykkum bátum

1 msk. ólífu olía

1 msk grófkorna sinnep

Basil rjómi:

2 tsk. ólífu olía

1 stór laukur í þunnum sneiðum

1 hvítlauksrif, marið

1/2 bolli þurrt hvítvín

Salt og pipar

3 dl rjómi

1/2 bolli saxað ferskt basil

Þá er loksins útlit fyrir að það sé hægt að grilla..... júúhúú ;-)

Svona geri ég:

Fáðu kjöt kaupmanninn þinn til að skera hryggina í tvennt eftir endilöngu, og svo í bita með 2 beinum á hver (tvöföld á þykkt). Olíu, hvítlauk og basil er blandað saman í stóran þykkan poka og hryggjarbitarnir látnir marinerast í leginum í 3 tíma eða yfir nótt.

Basil rjómi:

Olían er hituð í miðlungsstórum potti. Laukur og hvítlaukur er steiktur í olíunni þangað til hann er mjúkur. Þá er víninu bætt í pottinn og mallað í 5 mín., með engu loki, þangað tilhelmingur er eftir. Þá er rjómanum bætt útí og soðið rólega í 5 mín., eða þar til sósan þykknar. Kryddað til með salti og pipar. Tekið af hitanum og basil bætt útí um leið og sósan er borin fram. Kartöflubátarnir eru settir í sjóðandi saltvatn og soðnir í nokkrar mínútur, eða þar til þeir eru nánast soðnir. Penslaðir með olíu og grilllaðir þar til þeir fá góðan lit á sig og eru crispy að utan. Saltaðir og haldið heitum. Marineringin er þerruð af hryggjarbitunum, saltaðir og pipraðir. Þeir eru síðan grillaðir á meðalhita, þangað til þeir eru orðnir fallega gyllltir og hæfilega steikt fyrir þinn smekk. Hryggjarbitarnir er teknir af grillinu og settir á fat og sinnepinu smurt á þá og þeir látnir standa í nokkrar mínútur og taka sig eftir steikinguna. Bornir fram með kartöflubatunum og basilrjómanum.

Verði þér að góðu :-)

Yndislegur grillmatur!