Tex-Mex egg og afgangar

Það er oft vandamál hvað á að gera við afganga af kjöti, gera eitthvað girnilegt úr þeim. Þetta var alltaf vandamál hjá mér þegar stelpurnar voru enn heima, að búa til eitthvað nýtt úr afgöngunum eftir helgarsteikina, annars þýddi ekkert að bjóða þeim þá. Þessi Tex-Mex réttur er frábær, kryddaður, yljar skrokknum og gengur örugglega vel í krakkana. Ef þú nennir, þá fylgir með uppskrift af sykurlausri kryddblöndu, sem þú átt örugglega allt til í, svo er gott að eigna smá rest í krukku þar til næst.

Það sem til þarf er:

f. 2

300 gr. kjötafgangar (lambalæri, hryggur, svín eða kjúlli)

30 gr. smjör

1 1/2 msk. Tex-Mex kryddi, eða taco- eða fjahitas kryddi (sykurlaust)

1 dós marðir tómatar

30 gr. niðursoðnir Jalapenos

100 gr. rifinn ostur

4 egg

Meðlæti:

Sýrður sjómi

Steinselja og vorlaukur, saxað

Tex-Mex blanda:

1 msk. chili powder

2 tsk. paprika

2 tsk. malað cumin

1 tsk. hvítlauksduft

1 tsk.laukduft

1/2 tsk. þurrkaðar chiliflögur

1/2 tsk. oregano

1/2 tsk. svartur pipar

Kanell á hnífsoddi

Negull á hnífsoddi

1 tsk. sjávarsalt

Svona geri ég:

Ofninnn er hitaður í 200°C. Kjötið er skorið í bita ogsteiktá pönnu uppúr smjörinu, kryddað með kryddinu og velt áfram í pönnunni. Síðan er tóm-tunum og jalapeno piparnum bætt útá og steikt áfram, smakkað til með salti og pipar. Kjötið er sett í eldfastmót, (ekki of stórt) og 4 lautir eru mótaðar í maukið. 1 egg er brotið i hverja laut og ostinum síðan dreyft yfir. Bakað í ofninum í 15 mín., þar til osturinn er gylltur en eggin enn mjúk innst. Saxaðri steinselju og vorlauk dreyft yfir og borið fram með sýrðum rjóma.

Verði þér að góðu :-)

P.s.

Það er auðvelt að margfalda uppskriftina.