Kardimommu chia búðingur

Það er gott að vera með marga spennandi morgunverðar valkosti, svo maður stökkvi á fætur fullur tilhökkunar að byrja daginn af krafti. Einn af þessum spennó valkostum eru allskonar bragðbættir chiabúðingar eins og þessi sem er kryddaður með kardemommu, svo er auðvitað rjómatopppur á honum, af því við gefum ekkert eftir í lúxus og svo nokkur bláber fyrir andoxunina. Taktu svo nokkrar djúpöndunar æfinga og dagurinn verður æði!

Það sem til þarf er:

f. 2

3 1/2 dl kókos/möndlumjólk

4 msk. chia fræ

1 tappi (1/8) kardemommudropar

1-2 msk. þeyttur rjómi

Nokkur bláber

Svona geri ég:

Chiafræunum er skipt á milli glasanna. Mjólkinni og kardimommudropunum er hræt saman og smakkað til. Hellt jafnt í hvort glas og hrært vel í. Mér finnst gott að láta glösin standa í 1-2 tíma á borðinu og hræra í þeim við og við áður en ég set plastfilmu yfir og sting þeim í ísskápinn, amk. yfir nótt en geymist í 2 daga í ísskáp. Svo setur þú fallega kórónu af þeyttum rjóma ofaná og nokkur marin bláber.

Verði þér að góðu :-)