Granóla

Það er gott að vera með nóg af einföldum og hollum valkostum við hendina þegar morgunverðir eru annars vegar. Yfirleitt erum við á mikilli hraðferð og grípum það sem hendi er næst. Ósætt granóla út á gríska jógúrt með slatta af berjum er góð byrjun á deginum. Þú veist nákvæmleg hvað þú settir í granólað svo þú veist að það er enginn dulinn sykur eða annað sem þú vilt ekki að sé í morgunkorninu þínu. Einfalt að búa til og geymist vel. Endilega prófaðu!

Það sem til þarf er:

250 gr. pecanhnetur

60 gr. grófar kókosflögur

150 gr. sólblómafræ

40 gr. graskersfræ

40 gr. sesamefræ

130 gr. hörfræ

1 msk. turmeric

1 msk. kanell

2 tsk. vanilludropar

60 gr. möndlumjöl

2 1/2 dl vatn

0.6 dl kókosolía

Svona geri ég:

Ofninn er hitaður í 150°C. Hneturnar eru saxaðar gróft og síðan er fræunum og möndlumjölinu blandað saman við þær. Kókosolían er brædd á lágum hita í pottisíðan er kryddinu og vanilludropunum bætt útí ásamt vatninu. Hellt yfir hnetu- og fræblönduna og öllu blandað vel saman. Blöndunni er hellt í ofnskúffu og stungið í ofninn í 20 mín. Platan tekin út og hrært vel uppí blöndunni og stungið í ofninn í aðrar 20 mín. eða þar til blanda er orðin nánast þurr. Slökkt á ofninum og platan látin vera í ofninum á meðan hann kólnar. Þegar granólað er orðið alveg kalt er það sett í krukku.

Verði þér að góðu :-)