Sizzling fajitas

Það sem til þarf er:

f. 4

400 gr. kjúklingalundir

1 græn paprika skorin í strimla

1 rauð paprika skorin í strimla

1 rauðlaukur skorinn í geira

Tortillur (sleppa ef þú ert á keto eða LKL)

Marainering:

1 msk. olía + meira til að steikja uppúr

1 hvítlauksrif, marið

1/2 tks. cumin

1/2 tsk. hvítlauksduft

1/2 tsk. laukduft

Skvetta af Shriacha sósu (ef þú vilt vera 100% keto, skaltu sleppa þessu og setja smá Cayanne pipar til að fá hitann)

Sjávarsalt og nýmalaður svartur pipar.

Guacamole:

2-3 vel þroskuð avocado

1-2 hvítlauksrif, marin

1 lítill rauðlaukur, fínsaxaður

1/2 - 1 rauð chili, fínsaxað

1 vel þroskður tómatur, kjarnhreinsaður og saxaður nokkuð smátt

Ferskt kóríander, fínsaxað

Safi út lime, smakkað til

Salt og svartur pipar

Meðlæti:

Salsa

Sýrðður rjómi

Rifinn cheddar

Lime í bátum

Þú heyrir alveg fyrir þér hljóðið í Sizzler pönnunum, sem þjónarnir hlaupa um með á borðin til kúnnanna, þegar þú hefur verið á mexikönskum stað, ég sný mér alltaf við og hugsa: " Namm, hvað var þessi að panta sér? Sizzler pannan er skemmtileg þó ég noti hana alltof sjaldan. Þessar fajitas eru æði og ef þú ert á keto eða LKL þá sleppir þú tortillunum eða baka keto-vænar tortillur, örugglega fullt af uppskriftum á netinu, ég vel að sleppa þeim. Ég mæli 100% með guacamoleinu gamalt og vel reynt í mínu vopnabúri, en ef þú átt þitt uppáhald, ekki hika við að nota það.

Svona geri ég:

Allt í marineringuna er sett í skál og kjúklingalundunum velt uppúr henni og geymt í kæli í um 1 klst. Guacamoeið er útbúið og plastfilma lögð beint ofaná maukið, svo það dökkni ekki, geymt í ísskáp, þar til þú berð það á borð. Osturinn er rifinn og allt annað meðlæti er gert klárt. Ofninn er hitaður á 200°C. Sizzler pönnurnar eru settað í ofninn og hitaðar í minnst 20 mín. Lundirnar eru steikar á háum meðalhita þar til þær eru gegnsteiktar á grillpönnu og settar til hliðar á meðan paprikur og rauðlaukur er steikt þannig að það sé enn kröns í þeim, þá er kjúllanum bætt á pönnuna og allt hitað vel. Tortillurnar eru hitaðar í ofninum ef þú notar þær. Sizzler pönnurnar eru teknar úr ofninum, kjúlla og grænmeti skipt á milli þeirra og borið snarkandi og dramatískt á borð. Meðlætið er borið á borð í litlum skálum, og hjálpa sér allir sjálfið í það. ískaldur Corona bjór, með limebáti ofaní, skemmir ekki með þessu.

Verði þér að góðu :-)


Hljómar vel, ekki satt?