Marokkóskur kjúklingur með sætkartöflumús

Þessi er mikið uppáhalds. Hann er með ilmandi austurlenskum kryddum og ekki er verra að hann er ekki frekur í kaloríum, sem er alltaf bónus :-)

Það sem til þarf f. 4 er:

1 kg. sætar kartöflur í bitum

1 tesk. af hvoru, kanel og cumin blandað saman

4 kjúklingabringur

2 msk. ólífu olía

1 laukur í þunnum sneiðum

1 stórt hvítlauksrif, marið

2 dl kjúklingasoð

2 tesk. glært hunang

½ sítróna, safi

1 lúka grænar ólívur, saxaðar gróft

½ búnt kórianderlauf, söxuð

Svona gerum við hann:

Hitaðu 1 msk. af olíunni á pönnu. Svo kryddarðu bringurnar með kanel- og cumin blöndunni og brúnar þær á meðalhita í 3 mín. á hvorri hlið. Svo tekuðu þær af pönnunni og setur á disk og steikir svo laukinn og hvítlaukinn þar til hann verður mjúkur, svona 5 mín. Þá bætirðu soði, hunangi, sítrónusafa, ólívum og bringunum á pönnuna. Kryddað með salti og pipar og síður í 10 mín. þangað til soðið er orðið þykkt og sýrópskennt.

Sætu kartöflurnar eru soðnar í 15 mín. Þá er vatnið látið leka af þeim og þær maukaðar með 1 msk. af ólífu olíu, saltað og piprað. Bringunum og lauknum raðað á fat ofaná sætkartöflumúsina og kórianderlaufunum dreyft yfir. Rest af soði er sett í skál með á borðið. Ef þú ætlar að gera réttinn fyrirfram þá gerir þú allt eins, þangað til bringuranr eru settar aftur á pönnuna. Þá seturðu bringurnar í eldfast form en sýður allt hitt á pönnunni í 10 mín. og hellir því svo yfir bringurnar og lætur það svo bíða þangað til þú er tilbúin. Þá hitarðu ofninn í 200°C og bakar réttinn í 20 mín., og setur í lokin kóriandrlaufið yfir. Músina er hægt að gera fyrirfram líka og hita svo í lokin.

Verði þér að góðu :-)