Kjúklinga pæ

Það sem til þarf er:

f. 3-4

1-2 stórar sætar kartöflur, skrældar og skornar í langa bita

4 msk ólífu olía

2 stórar kjúklingabringur, skornar í bita

1 púrra, vel þvegin og skorin í þunnar sneiðar

1 stór gulrót, skorin í sneiðar

225 ml af kjúklingasoði

2 tsk. grófkorna sinnep

85 gr. rjómaostur

2 msk. ferskt estragon, ef þú notar þurrkað estragon, þarf minna og þarf að smakka til

2 stór eða 4 lítil blöð að filo deigi

Langar þig í eitthvað djúsí í kvöld, ættirðu að kíkja á þetta pæ. Sósan er úr rjómaosti, grófkorna sinnepi og estragoni, svo eru franskar úr sætum kartöflum æði með. Filodeigið er æði, stökkt og næfurþunnt deiglok ofaná, án þess að þurfa að taka fram kökulefli. Pæið er einfalt að elda og hægt að nota ýmislegt af grænmetinu sem er til í íssákpnum hjá okkur :-)

Svona geri ég:

Ofninn er hitaður í 200°C. Kartöflunum er skutlað í eldfast fat og velt uppúr 2 msk. af olíunni ásamt salti og pipar. Fatinu er stungið í ofninn og bakað í 30-40 mín., þar til þær eru gylltar og stökkar. 1 msk. af oliunni er hituð á pönnu og kjúklingurinn er steiktur þar til hann er brúnaður og kryddaður og hann settur til hliðar. Þá er púrrunni (ég notaði lauk, átti ekki púrru) bætt á pönnuna ásamt skvettu af vatni og steikt í 7 mín,. svo er gulrótunum bætt við (ég notaði sykurbaunir líka) og mallað áfram þar til þær eru mjúkar um 3 mín. Þá er soðinu hellt yfir og soðið niður um helming, þá er sinnepi og rjómaosti bætt útí og blandað vel saman ásamt estragoi og kryddað til og kjúklingnum bætt útí. Hellt í eldfast fat (svona geymist pæið til kvölds eða næsta dags). Filodeigs blöðunum er rúllað út og eitt og eitt í einu og "krumpað" ofaná pæið, smurt með restinni af olíunni. Bakað í ca. 15 mín., eða þar til pæið er heitt í gegn og filoið er gyllt. Borið fram með frönsku kartöflunum og salati ef þú vilt.

Verði þér að góðu :-)

Huggu matur ;-)