Kjúklinga- & chorizo hrísgrjónapottur

Það sem til þarf er:

f. 4

1 tsk. ólífu olía

8 vænir kjúklingabitar, eða 1 heill skoið í bita

1 stór laukur, saxaður

1 rauð paprika,fræhreinsuð í stórum bitum

3 hvítlauksrif, marin

225 gr. chorizo pylsa, skinnið tekið af og kjötið mulin milli fingra

1 msk. tómat purée

1 msk. söxuð timian lauf

150 ml. hvítvín

850 ml. klúklingasoð

400 gr. hrísgrjón

2 msk. steinselja

Salt og pipar

Það er svo þægilegt að þurfa ekki að standa of lengi við að elda, eða þurfa að nota alla potta sem maður á. Mér finnst frábært að geta sett lokið á pottinn og láta malla, á meðan ég geri eitthvað annað. Svo fer ilminn að leggja um húsið um leið og það tekur að kvölda :-)

En svona gerum við:

Olían er hituð í stórum potti, og kjúklinga-bitarnir steiktir á öllum hliðum, svo settir til hliðar. Hitinn er lækkaður og laukurinn og paprikan steikt þangað til hún er orðið mjúk, þá er hvítlauknum bætt útí ásamt chorizo pylsunni og steikt áfram í ca. 2 mín., svo er tómat puréeinu bætt við og látið malla svolítið lengur. Kjúklingnum er bætt útá ásamt timian, hvítvíni og soði. Þegar suðan kemur upp er pottinum lokað þétt og láið malla í 30 mín. Þá er hrísgrjónunum bætt í pottinn og hrært vel í lokið sett aftur á og mallað áfram í 20 mín., eða þar til kjúklingurinn er soðinn og mest af vökvanum er gufaður upp. Þá er potturinn tekinn af og látið standa í 10 mín. svo restin af vökvanum gufi upp. Kryddað til í lokin og steinseljunni drussað yfir.

Verði þér að góðu :-)

Þægilegt og gott