Karrý- og brokkolí kjúlli

Það sem til þarf er:

f.4

2 ½ dl majones

1 dós Campells kjúklingasúpa

1 msk. karrý

1 dl kjúklingasoð

1 msk. sítónusafi

Salt og pipar

1 grillaður kjúklingur (gott að nota t.d. afganga af kalkún)

2 meðal hausar nýtt brokkolí (eða 1 lítill poki frosið brokkoli)

Rifinn ostur

Rasp

Meðlæti:

Soðin hrísgrjón

Hvítlauksbrauð

Þessi réttur er eitt af því fyrsta sem ég lærði að elda. En hann er jafn góður í dag og mér fannst hann þá, týpístkur comfort food.

Svona gerum við:

Majones, súpa, soð, sítrónusafi og krydd hrært saman. Brokkoli soðið og kælt, ef það er frosið er nóg að afþýða það og láta leka vel af því. Allt kjöt rifið af kjúklingnum í munnbitastærðir, og sett í botninn á eldföstu fati, brokkolíi bætt ofaná síðan er sósunni smurt yfir. Þá er slatta af osti dreyft yfir og raspi og síðar smá meira af osti. Borið fram með hvítlauksbrauði og hrísgrjónum. Þennan rétt er upplagt að gera fyrirfram, eða nýta afganga af jólakalkúninum og eiga annaðhvort í frysti eða ísskáp.

Verði þér aðð góðu :-)

Gamaldags kósý :-)