Gorgonzola kjúklingabringur

Það sem þarf til er:

f. 2

2 kjúklingabringur, klkofnar í tvennt eftir endilöngu

4 sneiðar hráskinka

150 gr. Gorgonzola (ítalskur blámygluostur)

150 gr. Mascarpone ostur

20 gr. smjör

1/2 dl. hvítvín

Rifinn börkur af 1/2 sítrónu

Salt og pipar

Gorgonzola er einn af yndisllegustu ostunum frá Ítalíu. Persónulega gæti ég borðað uppúr einni pakkningu, eins og ekkert væri :-) Hérna er hann í góðum félagsskap Parmaskinku og öðrum yndislegum ítölskum osti, Mascarpone ásamt smá sítrónuberki....ó mæ

Svona er aðferðin:

Bringurnar eru skornar í tvennt eftir endilöngu, saltaðar og pipraðar. Smjörið er brætt á pönnu og bringurnar steiktar á báðum hliðum í 2-3 mín. Parmakinkan er lögð ofaná bringurnar og svo er Mascarpone ostinum skipt á milli og hann settur ofaná, síðan Gorgonzola ostinum. Sítrónubörkurinn er rifinn ofaná ostinn, og hvítvíninu er hellt á pönnuna. Látið malla undir loki í um 4-5 mín., þar til bringurnar eru steiktar í gegn. Borið fram með uppáhalds meðlætinu þínu.

Verði þér að góðu :-)

Ítölsk dásemd