Andabringur með asískri bláberjasósu

Það sem til þarf er:

f. 4

2-3 andabringur

Ólífuolía

Sjávarsaltflögur

Í sósuna:

3x125 gr. öskjur bláber

1 meðalstór laukur, fínsaxaður

1/4 bolli kjúklingasoð

1/3 bolli púðursykur

2 msk. hvítvínsedik

2 hvítlauksrif, grófsöxuð

1 stjörnuanís

1 þurrkað rautt chili

1/2 kanelstöng

1 tsk. piparkorn

3 negulnaglar

Helgarsteikin þessa helgina eru andabringur með asískt kyddaðri bláberjasósu, yndislegur matur og fljóteldaður. Ef þú átt bláber í frystinum frá því í haust, er frábært að nota þau, eða þá bara að skjótast í búiðna og næla sér í nokkur ber ;-)

Svona gerði ég:

Allt efni í sósuna sett í pott og látið malla í 10 mín., hrært í við og við. Sósan er síðan pressuð í gegnum sigti og stórakryddinu og hratinu er hent. Ofninn er hitaður í 180°C. Bringurnar eru þerraðar vel og skorið tíglar skornir ofaní húðina með beittum hníf, olíu og salti er nuddað ofaní þær. Bringurnr eru steiktar á meðalhita í 7-10 mín., með húðina niður. Þá er fitunni hellt af pönnunni (ekki henda fitunni, frábært að eiga til að steikja kartöflur uppúr) og bringurnar steiktar í nokkrar mínútur á hinni hliðinni. Stungið í ofninn í um 8-10 mín. Bringurnar eru teknar úr ofninum og látnar hvílast í nokkrar mín. Skáskornar í nokkrar sneiðar og bornar fran með sósunni.

Mér finnst gott:

Að heilsteikja vorlauk á snarpheitri grillpönnu og bera fram með ásamt soðnum heilhveitinúðlun með grænmeti sem er velt uppúr smá slurk af ostrusósu, soju og sesamolíu.

Verð þér að góðu :-)

Elska önd ;-)